Alta ráðgjafarfyrirtæki
Aðalskipulag Reykhólahrepps 2022-2034 - Auglýsing tillögu
Reykhólahreppur auglýsir tillögu að Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2022-2034. Tillagan er sett fram í greinargerð, á fimm skipulagsuppdráttum og þremur þemauppdráttum, auk umhverfismatsskýrslu. Gögn tillögunnar eru aðgengileg hér.
Íbúar og aðrir hagaðilar eru hvattir til að kynna sér skipulagstillöguna.
Ábendingar skal senda til skipulagsfulltrúa á netfangið skipulag@dalir.is fyrir 26. ágúst 2022. Þær má einnig senda á heimilisfangið: Skrifstofa Reykhólahrepps, Stjórnsýsluhúsinu við Maríutröð, 380 Reykhólahreppur.
Tillagan er auglýst er á grundvelli 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Unnið verður úr ábendingum og athugasemdum sem berast áður gengið verður frá nýju aðalskipulagi til lokaafgreiðslu sveitarstjórnar.