top of page
Search
  • Writer's pictureAlta ráðgjafarfyrirtæki

Aðalskipulag Reykhólahrepps 2022-2034 - Auglýsing tillögu

Reykhólahreppur auglýsir tillögu að Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2022-2034. Tillagan er sett fram í greinargerð, á fimm skipulagsuppdráttum og þremur þemauppdráttum, auk umhverfismatsskýrslu. Gögn tillögunnar eru aðgengileg hér.

Íbúar og aðrir hagaðilar eru hvattir til að kynna sér skipulagstillöguna.

Ábendingar skal senda til skipulagsfulltrúa á netfangið skipulag@dalir.is fyrir 26. ágúst 2022. Þær má einnig senda á heimilisfangið: Skrifstofa Reykhólahrepps, Stjórnsýsluhúsinu við Maríutröð, 380 Reykhólahreppur.

Tillagan er auglýst er á grundvelli 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Unnið verður úr ábendingum og athugasemdum sem berast áður gengið verður frá nýju aðalskipulagi til lokaafgreiðslu sveitarstjórnar.


211 views0 comments

Recent Posts

See All

Vegna endurskoðunar aðalskipulags Reykhólahrepps er hér lögð fyrir landeigendur og ábúendur spurningakönnun um áform sem snúa að starfsemi, mannvirkjagerð og landnotkun á jörðum, t.d. hvað varðar frís

bottom of page