top of page
Search
  • Writer's pictureMatthildur Elmarsdottir

Endurskoðun aðalskipulags hafin

Updated: Aug 18, 2020


Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur hafið endurskoðun Aðalskipulags Reykhólahrepps 2006-2018 og samþykkt lýsingu fyrir skipulagsvinnuna þar sem farið er yfir tildrög endurskoðunar, helstu forsendur og hvernig staðið verður að endurskoðuninni. Tilgangur lýsingar er að gefa íbúuum og öðrum hagsmunaaðilum kost á að kynna sér þá vinnu sem er framundan og koma á framfæri ábendingum um nálgun við endurskoðunina, viðfangsefni hennar, helstu forsendur og aðferðir við umhverfismat.


Í lýsingunni er greint frá ástæðum endurskoðunar, helstu forsendum byggðaþróunar og fyrirliggjandi áætlunum sem taka þarf mið af við endurskoðunina. Einng er lýst hvernig staðið verður að kynningu og samráði í skipulagsferlinu gagnvart íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum. Lýsingin er unnin í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana.


Lýsingin er nú send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum sem tilgreindir eru í skjalinu og kynnt fyrir almenningi með birtingu á þessum vef. Ábendingar, sjónarmið og hugmyndir sem varða skipulagsgerðina má senda til skipulagsfulltrúa Reykhólahrepps, Þórðar Más Sigfússonar, á netfangið skipulag@dalir.is, fyrir 10. ágúst 2020.


Við lestur lýsingarinnar getur verið gott að hafa eftirfarandi spurningar í huga:

Er fleira varðandi stöðu og þróun sveitarfélagsins sem hafa þarf í huga við endurskoðunina?

Eru fleiri stefnuskjöl eða verkefni sem tengjast aðalskipulagsgerðinni?

Er eitthvað fleira sem ætti að fjalla um við endurskoðunina?

Er eitthvað sem ætti að athuga varðandi ferlið við endurskoðunina og tilhögun kynningar og samráðs, áherslur og viðfangsefni hennar eða aðferðir við umhverfismat?

Eru fleiri sem ættu að fá skipulagsgögn til umsagnar en tilgreindir eru í skjalinu?


Ráðgjafarfyrirtækið Alta aðstoðar Reykhólahrepp við endurskoðunina og má beina spurningum til Matthildar Kr. Elmarsdóttur verkefnisstjóra, matthildur@alta.is, s. 582 5000.


Í vefsjá verkefnisins má nálgast gildandi aðalskipulag, auk ýmissra annarra gagna um land sveitarfélagsins.

 


88 views0 comments
bottom of page