Skipulagsgögn

Greinargerð og uppdrættir

Endurskoðað aðalskipulag fyrir Reykhólahrepp verður sett fram í skipulagsgreinargerð og á skipulagsuppdrætti og eftir atvikum á þemauppdráttum eða skýringaruppdráttum sem skýra forsendur og stefnu nánar. 


Skipulagsuppdrættir verða þessir:

  • Sveitarfélagsuppdráttur í mkv. 1:50.000

  • Þéttbýlisuppdráttur af Reykhólum í mkv. 1:10.000

  • Þéttbýlisuppdráttur af Flatey í mkv. 1:10.000. 

Vefsjá

Uppdrættirnir verða jafnframt aðgengilegir í kortavefsjá. Fram að því má nálgast hér kortavefsjá með gildandi aðalskipulagi, auk ýmissra annarra gagna um land sveitarfélagsins.


Skipulagsgögnin og drög að þeim, verða birt á þessum kynningarvef eftir því sem þau verða til. 

Gildandi aðalskipulag

Aðalskipulag Reykhólahrepps 2006-2018 og breytingar sem hafa verið gerðar á því má nálgast í skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar og á vef Reykhólahrepps.

Skipulagslýsing fyrir endurskoðun

Verkefnislýsing fyrir endurskoðunina, sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana, liggur nú fyrir. Í henni kemur fram hvaða áherslur sveitarstjórn hafi við aðalskipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu sem og fyrirhugað skipulagsferli.