Skipulagsgögn

Greinargerð og uppdrættir

Endurskoðað aðalskipulag fyrir Reykhólahrepp verður sett fram í skipulagsgreinargerð og á fimm skipulagsuppdráttum og þremur þemauppdráttum. 


Skipulagsuppdrættir verða þessir:

  • Aðalskipulagsuppdráttur vestur í mkv. 1:70.000.

  • Aðalskipulagsuppdráttur austur í mkv. 1:70.000.

  • Aðalskipulagsuppdráttur Reykhólar í mkv. 1:10.000.

  • Aðalskipulagsuppdráttur Breiðafjarðareyjar í mkv. 1:70.000.

  • Aðalskipulagsuppdráttur Flatey í mkv. 1:10.000. 

Afmarkanir sem fram koma á uppdráttunum má skoða alla saman í vefsjá aðalskipulagsins og kalla fram skilmála sem tengjast hverri afmörkun.  Auk þess má finna á vefjánni ýmis gögn um land sveitarfélagsins.

 

Auk skipulagsuppdrátta verða settir fram eftirfarandi þemauppdrættir: 

  • Flokkun landbúnaðarlands vestur í mkv. 1:50.000.

  • Flokkun landbúnaðarlands austur í mkv. 1:50.000.

  • Vegir í náttúru Íslands í mkv. 1:100.000.

 

Gildandi aðalskipulag

Aðalskipulag Reykhólahrepps 2006-2018 og breytingar sem hafa verið gerðar á því má nálgast í skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar og á vef Reykhólahrepps.

Skipulagslýsing fyrir endurskoðun

Verkefnislýsing fyrir endurskoðunina, sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana, var kynnt sumarið 2020. Í henni kemur fram hvaða áherslur sveitarstjórn hafi við aðalskipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu sem og fyrirhugað skipulagsferli. 

Tillaga á vinnslustigi

Vinnslutillagaaðalskipulags Reykhólahrepps 2021-2033 og umhverfismatsskýrsla var samþykkt til kynningar af sveitarstjórn Reykhólahrepps þann 14. október 2021 að undangenginni afgreiðslu skipulags- húsnæðis- og hafnarnefndar þann 11. október 2021. Vinnslutillagan er sett fram í greinargerð, á 5 skipulagsuppdráttum og 3 þemauppdráttum, auk umhverfismatsskýrslu. Vinnslutillagan er auglýst í samræmi við skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Kynningartími vinnslutillögunnar er frá 20. október til 18. nóvember 2021