top of page

Endurskoðun

Aðalskipulags Reykhólahrepps

FRÉTTIR

Um endurskoðunina

Hlutverk aðalskipulags

Aðalskipulag er áætlun sveitarfélags til a.m.k. 12 ára, um þróun landnotkun,ar byggðar, byggðarmynsturs og samgöngu- og þjónustukerfa.  Áætlunin markar einnig stefnu sveitarstjórnar í umhverfismálum. 

 

Í aðalskipulagi er lagðar línur til nánari útfærslu í deiliskipulagi einstakra svæða, s.s. íbúðarsvæða og  atvinnusvæða, þ.m.t. landbúnaðarsvæða. 

Hvers vegna endurskoðun?

Skipulagstímabil gildandi aðalskipulags Reykhólahrepps nær til ársins 2018 og er því komið að endurskoðun þess. Aðalskipulagið tók gildi árið 2009 og er ástæða til að yfirfara forsendur og stefnu m.t.t. breytinga sem hafa orðið á liðnum áratug hvað varðar íbúa- og atvinnuþróun og þróun í samfélags- og umhverfismálum.

 

Skoða þarf þróun sem hefur orðið og er líkleg til að verða í sveitarfélaginu sjálfu, sem og samhengi þess við þróun á Vestfjörðum og Vesturlandi og á landsvísu.

 

Til dæmis eru tilkomnar ýmsar svæðis- og landsbundnar áætlanir sem þarf að framfylgja eða gæta samræmis við. Þar ber helst að nefna Svæðisskipulag Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar 2018-2030, Áfangastaðaáætlun Vestfjarða og Landsskipulagsstefnu 2015-2026.


Breytingar á skipulagslögum og skipulagsreglugerð kalla líka á endurskoðun aðalskipulagsins en ný lög tóku gildi árið 2011 og ný reglugerð árið 2013. 

842569.jpg
Contact
bottom of page